Karlakór Siglufjarðar heldur tvenna tónleika

Karlakór Siglufjarðar heldur tvenna tónleika Karlakór Siglufjarðar heldur tónleika á Húsavík föstudagskvöldið 20. maí kl. 20:00 og á laugardagskvöldið

Fréttir

Karlakór Siglufjarðar heldur tvenna tónleika

Karlakórinn við æfingar í Tjarnarborg
Karlakórinn við æfingar í Tjarnarborg
Karlakór Siglufjarðar heldur tónleika á Húsavík föstudagskvöldið 20. maí kl. 20:00 og á laugardagskvöldið 21. maí kl. 21:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.

Dagskráin að þessu sinni er tileinkuð sr. Bjarna Þorsteinssyni og Geirharði Valtýssyni, sem var tónlistarkennari og kórstjóri á Siglufirði til margra ára.

Lofar kórinn hinni bestu skemmtun, eins og þeirra er von og vísa. Boðið verður upp á fríar rútuferðir frá Ráðhústorginu, þar sem Ásmundur Einarsson mun taka á móti fólki og flytja í Austurbæinn og síðan til baka að loknum tónleikum.



Hljómsveitin: Sigurður og Ómar á gítar, Stefán á trommur, Guðrún Ingimundardóttir á píanó og stjórnandi, ásamt Elíasi Þorvaldssyni.



Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst