Kiljan heimsækir Ljóðasetrið

Kiljan heimsækir Ljóðasetrið Í gær var Egill Helgason og hans fólk í sjónvarpsþættinum Kiljunni á ferðinni á Siglufirði að afla efnis fyrir

Fréttir

Kiljan heimsækir Ljóðasetrið

Þórarinn við vinnu í Ljóðasetrinu. Ljósm. B.M.
Þórarinn við vinnu í Ljóðasetrinu. Ljósm. B.M.

Í gær var Egill Helgason og hans fólk í sjónvarpsþættinum Kiljunni á ferðinni á Siglufirði að afla efnis fyrir þáttinn. 

Megin tilgangur ferðarinnar var að hitta Örlyg Kristfinnsson að máli og ganga með honum um sögusvið bókarinnar hans Svipmyndir úr Síldarbæ, en í leiðinni að safna meira efni.


Átti Egill gott spall við Þórarinn Hannesson um tilvonandi Ljóðasetur og fékk að skoða ýmsa muni , bækur og myndir sem Þórarinn hefur safnað fyrir setrið.

Einnig sagði Þórarinn honum frá ljóðahátíðinni Gló, sem hann hefur skipulagt og verið í forsvari fyrir undanfarin ár hér á Siglufirði.

Rúsínan í pylsuendanum var svo að meistari Páll Helgason flutti frumortan ljóðabálk í anda Hávamála og mun hann án efa vekja mikla athygli.

Efnið frá Siglufirði verður flutt á næstu vikum og verður spennandi að sjá hvernig þetta efni kemur út.

Egill og fylgdarlið hans voru afskaplega ánægt með daginn hérna á Siglufirði og dáðust af því öfluga menningarlífi sem hér þrífst.



Munir í eigu Ljóðasetursins.



Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst