Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar

Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Dagana 23. og 24. september nk. mun Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar halda sitt 41. Umdæmisþing á Höfn í Hornafirði.

Fréttir

Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar

Kiwanishreifingin á Íslandi
Kiwanishreifingin á Íslandi

Dagana 23. og 24. september nk. mun Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar halda sitt 41. Umdæmisþing á Höfn í Hornafirði.

Til þings eru skráðir 140 fulltrúar sem hafa atkvæðisrétt en á milli 150-160 Kiwanifélagar verða á þingi, en talið er að gestir á Höfn í Hornfirði á vegum hreyfingarinnar verði um 300.

Sérstakir gestir þingsins eru Jerome Hennekens Evrópuforseti, Paul Mannes Umdæmisstjóri Norden og Oscar Knight sérlegur ráðgjafi Umdæmisins Ísland-Færeyjar.

Núverandi Umdæmisstjóri er Óskar Guðjónsson Kiwanisklúbbnum Eldey og lætur hann nú af störfum eftir tveggja ára setu, viðtakandi umdæmisstjóri er Ragnar Örn Pétursson úr Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík.

Það sem ber einna hæst á þessu þingi, er að í fyrsta skipti í sögu hreyfingarinnar verður kona, Hjördís Harðardóttir, kjörumdæmisstjóri, og mun hún taka við að ári liðnu sem umdæmisstjóri.

Þá verður kynning á nýju heimsverkefni þar sem Kiwanis hyggst safna 110 millj. USD fyrir Eliminate-verkefnið til að útrýma ungbarnastífkrampa

Texti: Aðsendur




Athugasemdir

19.maí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst