KKS þorrablótið Siglufirði BLÁSIÐ AF !

KKS þorrablótið Siglufirði BLÁSIÐ AF ! Vegna dræmrar þátttöku hefur KKS Þorrablótið verið blásið af.

Fréttir

KKS þorrablótið Siglufirði BLÁSIÐ AF !

Vegna dræmrar þátttöku hefur KKS Þorrablótið sem vera átti 2. febrúrar n.k. verið blásið af.  Þetta hljóta vissulega að vera vonbrigði fyrir þá sem ætluðu að mæta, en svo virðist sem áhugi fólks fyrir samkomum af þessu taki sé mun minni en fyrir fáeinum árum, þegar blótsgestir skiptu hundruðum.

Ekki þykir líklegt að Karlakór Siglufjarðar reyni oftar að halda svona stórt þorrablót, þar sem þetta er annað árið í röð sem ekki fæst þátttaka á blótið.

Þá er bara að bíða og sjá hvað þeim dettur í hug næst karlakórsmönnum, kannski er málið að hafa uppákomurnar oftar, en minni í hvert sinn. 

Nú ættu lesendur að senda kórfélögum hugmyndir eða kveðjur með Fésbókar "kommentum" hér fyrir neðan.

Allir að "like-a" siglo.is á http://www.facebook.com/siglo.is


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst