Könnun alheimsins.
Vissulega er það freistandi, og raunar eðlilegt að menn fýsi að vita um uppruna alheimsins. Miljörðum dollara hefur verið varið í rannsóknir varðandi geimaferðir og ferðir gervihnatta til annarra pláneta.
þannig er sóttur ómetanlegur fróðleikur, getgátum og staðreyndum varðandi himinhvolfið, um þekkta hnetti eins og tunglið og aðra nálæga hnetti, en einnig enn fjarlægri hnatta sem þar hafa fundist, með flókinni tækni nútímans í leit af hugsanlegum lífvænlegum stöðum.Þessar rannsóknir hafa að mestu leiti verið í höndum ríkja eins og Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sálugu, en nú seinni árin einnig af hálfu einkafyrirtækja víða um heim.
En það er einnig annar þáttur rannsókna, ekki síður áhugaverður og okkur nær, sem færri þekkja. Það er hafið og það sem þar lifir og þróast. Á Internetinu má finna hundruð ef ekki þúsundir aðila, aðallega í einkageiranum og einstaklinga, sem hafa miðlað þekkingu frá þeim vettvangi.
Þar er You Tupe miðilinn sennilega stæðastur. Miljónir lífvera í sjónum má finna þar til að skoða, en þangað keppast ýmsir við að senda klippur sínar. Myndskeið sem gleðja miljónir manna um heim allan.
Hér
er fyrir neðan er tengill sem vísar til einnar slíkrar Bubble Vision,
og undirritaður er fastur áskrifandi af og hefur notið síðustu mánuði.
Þar kemur reglulega inn nýtt efni sem gerir mann agndofa af hrifningu.
Sjón er sögu ríkari --SK
http://www.youtube.com/user/bubblevision?feature=watch
Athugasemdir