Kraftmiklar krummavísur á Þorra
Krummi svaf í klettagjá, er íslensk þjóðvísa eftir Jón Thoroddsen og er lagið við vísuna í 4/4 takti í frýgískri tóntegund samkvæmt frjálsa alfræðiritinu Wikipedia.
Á YouTube er hægt að sjá þýska þungarokksveit, sem heitir In Extremo, flytja lagið á tónleikum á heldur kraftmeiri hátt en við eigum að venjast, og greinilega kunna tónleikagestir vel að meta og taka líka undir og virðast sumir kunna textann.
Það er hreint magnað að heyra þýsku þungarokkarana fara með eftirfarandi texta:
Krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á, verður margt að meini, fyrr en dagur rann, freðið nefið dregur hann,undan stórum steini.
Allt er frosið úti gor, ekkert fæst við stöndu mor, svengd er metti mína,ef að húsum heim ég fer, heimafrakkur bannar mér, seppi úr sorp að tína.
Öll er þakin ísi jörð, ekki séð á holtabörð, fleygir fuglar geta, en þó leiti út um mó, auða hvergi lítur tó, hvað á hraf að éta.
Á sér krummi ýfði stél, einnig brýndi gogginn vel, flaug úr fjallagjótum, lítur yfir byggð og bú, á bænum fyrr en vakna hjú, veifar vængjum skjótum.
Sálaður á síðu lá, sauður feitur garði hjá, fyrrum frár á velli, krunk, krunk, nafnar komið hér,krunk, krunk, því oss búin er, krás á köldu svelli.
http://www.youtube.com/watch?v=W3i_3FmiBGk&feature=related
Athugasemdir