Af siglfirsku kríunum.

Af siglfirsku kríunum. Fjölmiðlar hafa fjallað um viðkomu íslenska kríustofnsins að undanförnu. Kríuvörp víða um land hafa farið illa vegna

Fréttir

Af siglfirsku kríunum.

Verið að skoða kríuunga
Verið að skoða kríuunga

Fjölmiðlar hafa fjallað um viðkomu íslenska kríustofnsins að undanförnu. Kríuvörp víða um land hafa farið illa vegna ætisskorts í hafinu.

Hér á Siglufirði vegnar henni vel þrátt fyrir kuldatíð í vor. Fyrstu ungarnir eru að skríða úr eggjum þessa dagana eins og meðfylgjandi myndir sýna. Óvenjulegt er að vísu að í flestum hreiðrum er aðeins eitt egg en í bestu árum eru þau tvö til þrjú. Ætla má að ekki færri en 500 kríur verpi hér í firðinum og e.t.v. um 1200 kríur séu hér hvert sumar í okkar miklu fuglaparadís.

Krían, þessi glæsilegi fugl, er óvinsæl meðal margra vegna „grimmdar“ þegar hún ver afkvæmi sín. En Krían ekki bara eitt besta dæmi náttúrunnar um færni og þrautseygju heldur er hún í seinni tíð eins tákn hins auðuga en jafnframt viðkvæma lífríkis Íslands. Ef einn hlekkur í þeirri keðju rofnar þá fer fleira að bresta - og kannski kemur að því að alvarlegur viðkomubrestur verði í  „matarkistunni“ Siglufirði. 

Texti og myndir: ÖK.


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst