Kunnuglegt hljóð álftaparsins
Það var við ljósaskiptin að kvöldi síðastliðins þriðjudag 26. mars, að nokkrir íbúar í suðurbænum á Siglufirði heyrðu kunnugleg hljóð, hljóð sem þeir höfðu oft áður numið. Þetta var kvak álfapars sem kom fljúgandi inn fjörðinn og settust á Leirurnar.
Ekki fór ég á vettvang þá til myndatöku vegna rökkurs sem komið var, en hugsaði mér gott til glóðarinnar daginn eftir. En
sú veiði brást og einnig fyrrihluta dagsins í dag. Hreiðar Jóhanns náði þó myndum af álftunum snemma í morgun sem birtust
á Sigló.is í gær.
En loksins seinnipartinn í dag fréttist af álftunum þar sem þær voru í grasbeit á svæði æðarvarpsins sunnan við
Bás. Og þar og í nágrenni náði ég myndum.
Myndir og texti: Steingrímur Kristinsson
Athugasemdir