Kvæðamannakvöld í Þjóðlagasetrinu
sksiglo.is | Almennt | 24.02.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 416 | Athugasemdir ( )
Kvæðamannafélagið Ríma kom saman í gærkveldi til að kveða gömlu
kvæðalögin okkar og syngja þjóðlög. Ríma kemur saman öll fimmtudagskvöld
milli átta og níu, oftast í Þjóðlagasetrinu, en einnig í Ljóðasetrinu
og á Torginu.
Það var margt um manninn í Setrinu í gærkveldi þegar blaðamann bar að garði og ómuðu kvæðalögin og fimmundastemmurnar langt út á tún.
Ríma undirbýr nú kvæðamannamót sem
haldið verður hér á Siglufirði 3. mars. Þangað munu koma kvæðamenn frá
öllum landshornum til að læra af Báru kvæðakonu og skemmta sér saman.
Kvæðamannafélagið
Ríma var stofnað þann 14. október síðast liðinn, á 150 ára
fæðingarafmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar, og hefur starfað með miklum
ágætum í vetur.
Texti: Guðrún Ingimundardóttir
Myndir: GJS
Athugasemdir