Kveðið til heiðurs Páli Helgasyni. Myndir og myndband

Kveðið til heiðurs Páli Helgasyni. Myndir og myndband Félagar í Kvæðamannafélaginu Rímu kváðu vísur úr ljóðabókum Páls Helgasonar í Ljóðasetrinu

Fréttir

Kveðið til heiðurs Páli Helgasyni. Myndir og myndband

Kveðið til heiðurs Páli Helgasyni

Félagar í Kvæðamannafélaginu Rímu kváðu vísur úr ljóðabókum Páls Helgasonar í Ljóðasetrinu sunnudaginn 10. nóvember.

Fullt var út úr dyrum á Ljóðasetrinu. Mikið var hlegið og greinilegt var að fólk skemmti sér vel. Að sjálfsögðu greip Páll annað slagið inn í þegar verið var að segja frá því um hvað ljóðin voru sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. 

Í lokin voru seldar veitingar gegn mjög vægu gjaldi og voru þær ekki af verri endanum.

Virkilega flott framtak hjá Kvæðamannafélaginu Rímu og Ljóðasetrinu.

 Greinilegt var að fólk skemmti sér konunglega, bæði yfir skemmtuninni hjá Kvæðamannafélaginu Rímu og svo því sem Páll var duglegur að skjóta inn í á milli laga og svo verður að sjálfsögðu að taka það fram að Ljóðasetrið á hrós skilið fyrir að bjóða upp á svona skemmtanir.

rímaPáll Helgson er hér fyrir miðri mynd á spjalli við Ingvar Erlingsson. Við hlið Ingvars situr Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.

rímaBrynja Stefánsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Regína Steinsdóttir og Elín Gestsdóttir.

rímaHér sést hluti meðlima í kvæðamannafélaginu Rímu.

rímaFélagarnir úr kvæðamannafélaginu Rímu slógu á létta strengi.

rímaÞórarinn Hannesson sem er í kvæðamannafélaginu Rímu og í forsvari fyrir Ljóðasetur Íslands flutti stutta tölu um tilurð þess að farið var að kveða um ljóð Páls.

rímaGuðný Róbertsdóttir kynnti ljóðabækur Páls og sagði í stuttu máli frá innihaldi og ljóðum sem bækurnar hafa að geima.

rímaHér var hópurinn byrjaður að kveða.

Hér er svo stutt myndband.


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst