Kvennakvöld G. K. S.
sksiglo.is | Almennt | 13.06.2012 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 297 | Athugasemdir ( )
Nú skal blásið til sóknar í kvennagolfinu og verðum með kvennakvöld hjá Golfklúbbi Siglufjarðar á fimmtudagskvöldum kl. 19.00 í sumar. Fyrsta kvöldið verður þ. 14. júní á Hólsvelli.
Kvennakvöldin eru ætluð öllum konum hvar á vegi sem þær eru staddar í golfíþróttinni og fyrir þær sem hafa áhuga á leiðsögn þá ætlar Jóhann Már að vera þeim innan handar gegn sanngjörnu gjaldi, hægt er að skrá sig í leiðsögn hjá honum í síma 848-6997 eða hjá undirritaðri í síma 895-7761 og mætir hann þá á svæðið.Ætlunin er að sjálfsögðu að hafa gaman saman og slá nokkrar kúlur á Hólsvelli. Við blöndum vönum og óvönum saman í holl í spili.
Vil ég hvetja sem flestar konur til að mæta og vera með í þessari skemmtilegu íþrótt og félagsskap.
f.h. kvennastarfs GKS – Hulda Magnúsardóttir
Athugasemdir