Landsstólpinn og Brautryðjandinn

Landsstólpinn og Brautryðjandinn Soffía Vagnsdóttir skrifaði vænan pistil um Siglufjörð sem birtist á laugardaginn á vefsíðunni vestur.is

Fréttir

Landsstólpinn og Brautryðjandinn

Soffía Vagnsdóttir
Soffía Vagnsdóttir

Soffía Vagnsdóttir skrifaði vænan pistil um Siglufjörð sem birtist á laugardaginn á vefsíðunni vestur.is.
Greinina kallar Soffía: SIGLUFJÖRÐUR OG SAMFÉLAGSFRUMKVÖÐLARNIR.

Í greininni segir meðal annars:

Árið 2012 veitti Byggðastofnun samfélagsfrumkvöðlinum Örlygi KristfinnssyniLandsstólpann, samfélagsverðlaun Byggðastofnunar, fyrir frumkvöðlastarf sitt í tengslum við uppbyggingu Síldarminjasafnsins og annarra samfélagsverkefna á Siglufirði. Samfélagsviðurkenningin er veitt þeim sem með starfi sínu hefur

  • gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði
  • aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu
  • orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til
  • dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni.

Örlygur er enn að og lætur hvergi deigan síga. Jón Jónsson þjóðfræðingur á Hólmavík hlaut þessi verðlaun árið 2010, í fyrsta sinn sem þau voru veitt og flestir þekkja framlag hans á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu á sínu svæði.

 

Og nú er annar samfélagsfrumkvöðull kominn á fullt á Siglufirði. Sá heitir Róbert Guðfinnsson. Hann hefur á undanförnum árum sett mikla fjármuni í endurgerð gamalla húsa á Siglufirði með uppbyggingu ólíkrar starfsemi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitti Róberti á dögunum ný hvatningarverðlaun sem nefnd eru Brautryðjandinn og veitt eru fyrir framúrskarandi atorku og hugvit á sviði verðmæta- og nýsköpunar.

Greinina má lesa í heild hér.


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst