Leiðsögumenn
sksiglo.is | Almennt | 29.05.2013 | 13:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 615 | Athugasemdir ( )
Mikil uppbygging í ferðaþjónustu kalla á ný tækifæri sem áður voru ekki í boði á svæðinu. Oft er spurt eftir leiðsögumönnum til gönguferða innanbæjar sem og utan og ljóst að það mun stóraukast á næstu árum og þá sérstaklega með tilkomu Hótel Sunnu árið 2015.
Það er því gott fyrir áhugasama að kynna sér málið en símenntun Háskólans á Akureyri býður einmitt uppá slíkt nám og fer skráningu fyrir skólaárið 2013-2014 senn að ljúka en umsóknafrestur er til 31.maí. Áhugasamir geta skoðað frekari upplýsingar hér.
Athugasemdir