Leikskálar Siglufirði

Leikskálar Siglufirði Það er  líf og fjör í leikskólanum á bóndadaginn, börnin buðu pabba og afa í morgunkaffi. Börnin sýndu þeim leikskólann og það

Fréttir

Leikskálar Siglufirði

Það er  líf og fjör í leikskólanum á bóndadaginn, börnin buðu pabba og afa í morgunkaffi. Börnin sýndu þeim leikskólann og það leikefni sem þau eru að vinna með, á elstu deildinni var sungið í Hliðarenda koti  og tóku allir pabbar og afar undir.  

Í hádeginu í dag blótum við þorrann en þá er boðið upp á allt það sem góður þorrabakki á að hafa einnig dekra stúlkurnar við drengina og færa þeim teiknuð blóm.
 

Á leikskóla Fjallabyggðar eru 92 börn, 38 börn á Leikhólum Ólafsfirði og 54 börn á Leikskálum Siglufirði. Í leikskólanum er lögð áhersla á skapandi starf og leik barnsins. Af leik sprettur ný þekking, nýjar tilfinningar, athafnir og leikni. Starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar  hefur hlýju, virðingu og umburðarlyndi að leiðarljósi í samskiptum sínum við börnin.

Á leikskólanum er verið að vinna með dygðir. Fyrir áramót var unnið með Vinsemd og nú er það Glaðværð. Við  temjum okkur glaðværð með því að gera allt sem við tökum okkur fyrir hendur með glöðu hjarta. Leyfum ekki neikvæðum hugsunum að komast að. Njótum góðu hlutanna sem gerast.

Þegar erfiðleikar steðja að leyfum þá áhuggjum og sorginni að koma en leyfum þeim líka að fara. Hugsum jákvætt um allt sem gerist og reynum að læra af því og horfa á björtu hliðarnar. Verum  glöð og leyfum kímnigáfunni að njóta sín.  Hlátur er hollur fyrir sálina og eflir glaðværðina.


Texti: Kristín María Hlökk Karlsdóttir

Myndir: GJS




Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst