Leikskólagöngutúr, myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 17.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 403 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn miðvikudag var heldur betur fjör hjá eldri deildum leikskólans Leikskála á Siglufirði.
Það var farið í göngutúr í bæinn. Þegar í
bæinn var komið raðaði hópurinn sér í kring um jólatréð sem stendur á Ráðhústorginu og söng nokkur
jólalög.
Eftir sönginn var heldur betur veisla hjá krökkunum og börnin fengu kakó og
kruðerí bæði í Allanum og á Kaffi Rauðku.
Það var mjög skemmtilegt að fylgja börnunum og að sjálfsögðu
leikskólakennurunum (ég var næstum því búin að skrifa "fóstrunum" en það má alls ekki) eftir þennan
miðvikudagsmorgun.
Krakkarnir ljómuðu af ánægju og jólagleðin greinilega farin að gera
vart við sig.







Og eitt örstutt myndband í lokin.
Athugasemdir