Leikskólakennararnir
sksiglo.is | Almennt | 04.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 682 | Athugasemdir ( )
Ég kom við á leikskólanum síðasta mánundag þar sem leikskólakennarar voru með starfsdag.
Þegar ég kom inn á leikskólann var Sjöfn Ylfa sú fyrsta sem
ég mætti og hún var alveg hreint himin lifandi yfir því að sjá einhvern með myndavél. Hún hrópaði upp yfir sig "Jibbý,
einhver með myndavél!!" tók létt dansspor og bað mig um að taka alveg heilan helling af myndum af sér sem ég að sjálfsögðu
gerði.
Ég náði líka að taka myndir af nokkrum stúlkum sem eru að vinna
þarna en einhverjum náði ég ekki á mynd vegna þess að þær voru hlaupandi tvist og bast með borð og stóla og merkimiða og
ég veit ekki hvað og ég veit ekki hvað.
Ég fékk að taka hópmynd af starfsstúlkunum og ég ákvað
að smella bara af eins mörgum myndum og hægt væri. Sem var eins gott. Það er alveg ótrúleg kúnst að mynda 14 stúlkur. Þær
voru mikið að spá í hvort þær ættu að vera svona, eða svona. Hvort þessi ætti að vera hérna eða hinu megin, svo tók
ég mynd og ein var með lokuð augun. Svo tók ég næstu mynd og þá var önnur með lokuð augun og hin að horfa eitthvað annað og
ein að laga sig til. En að lokum tókst þetta og ég náði þessari ljómandi fínu mynd af stúlkunum (en það var samt bara ein
af 16 myndum sem ég tók af hópnum þar sem þær voru allar með opin augu).
Leikskólinn er reyndar ekki alveg full mannaður þannig að einhverja leikskólakennara vantar á myndina.









Athugasemdir