Leikskólakennarar af norðurlandi
sksiglo.is | Almennt | 10.10.2011 | 09:25 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 799 | Athugasemdir ( )
Um 70 leikskólakennarar af norðurlandi eystra gerðu sér glaðan dag í Fjallabyggð í sinni árlegu haustferð. Leikskólinn Leikskálar var skoðaður, Olga Gísladóttir leikskólastjóri sagði frá sameiningu leikskólanna á Siglufirði og Ólafsfirði.
Kennarar skólans gerðu grein fyrir starfsemi skólans og svöruðu spurningum gestanna um starfið. Að lokinni heimsókn var haldið niður á Rauðku, þar var borðað og skemmt sér fram á kvöld.
Texti: Kristín Karlsdóttir
Myndir: GJS
Athugasemdir