Leikskólinn Leikskálar
sksiglo.is | Almennt | 27.08.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 439 | Athugasemdir ( )
Ég smellti af nokkrum myndum af krökkunum í leikskólanum í
gær.
Mikið stuð var á krökkunum og flest allir vildu lofa mér að taka
myndir.
Fóstrurnar voru hins vegar ögn erfiðari í samningaviðræðum um
myndatöku en sættir náðust um að ég fengi að taka myndir af þeim seinna.
En yngstu íbúarnir í sveitafélaginu vildu ólm láta taka myndir
af sér og helst margar.
Svona á þetta að vera. Það er einhvernveginn miklu skemmtilegra þegar
maður er beðin um að taka myndir.
Ég fékk til dæmis nokkru sinnum þessa spurningu "ætlarðu ekki
örugglega að taka mynd af mér líka?". Og svo að sjálfsögðu vildu nokkrir fá að sjá myndina sem ég tók til að
samþykkja að hún væri í lagi.
Flottir krakkar sem við eigum í Fjallabyggð.










Athugasemdir