Leó Óla hörku skemmtilegur penni
Ég hafði samband við Leó Óla og fékk leyfi til þess að setja á síðuna hjá okkur það helsta sem Leó setur á sína síðu.
Ég hef oft farið inn á síðuna hjá Leó og hreinlega velst um að hlátri við lesturinn. Leó er mjög skemmtilegur penni og kemur
oftar en ekki með nýjan vinkil á málefnin.
Hér er linkur á síðuna hans Leós. http://leor.123.is/
Ég fékk líka leyfi hjá Leó til þess að setja annað slagið inn efni frá honum inn á síðuna hjá okkur sem er alveg meiriháttar viðbót við siglo.is
Þetta sem ég ætla að taka frá síðunni hans Leós núna er um bílinn hans Gylfa Ægis og er ansi skemmtileg lesning.
Mynd við frétt á siglo.is tók Gulli Stebbi.
29.08.2013
Bíllinn hans Gylfa
Ég rakst á Gylfa Ægis í Bónus á Hrauninu í Hafnarfirði þar sem hann tíndi eitt og annað smálegt í körfu sína meðan hann átti orðastað við mann og annann sem köstuðu á hann kveðju sinni. Auðvitað hlaut hann að þekkja marga hér um slóðir því hann bjó lengi á Suðurgötunni í Hafnarfirði, nema það sé bara eins og svo oft að fleiri telja sig þekkja manninn á stallinum en maðurinn þá.
Það fór sem sagt ekkert á milli mála hver var á ferðinni innandyra og þá ekki síður þegar út var komið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það verður tæpast annað sagt en að ökutækið sé vel nýtt til að auglýsa þá starfsemi og og þær afurðir sem eigandinn er þekktur fyrir, auk þess sem það þjónar eflaust sínu venjubundna hlutverki ekkert síður en önnur slík.
Hér fer og það eflaust víða, bæði mikil og góð auglýsing sem er líkleg til að koma þeim sem berja hana augum í betra skap og sjá lífið og tilveruna í bjartari litum eftir en áður. Alla vega var það mín upplifun.
En það er hins vegar ekki ósennilegt að einhverjir komist ekki hjá því að láta hina fjölmöru ryðbletti sem hætt er við
að fari ört stækkandi á næstunni, trufla hina jákvæðu heildarmynd og ég myndi því ráðleggja okkar manni að taka
á því máli hið allra fyrsta.

Athugasemdir