Lesið úr nýrri bók.

Lesið úr nýrri bók. Í haust gefur Veröld út ævisögu séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og þjóðlagasafnara, sem nefndur hefur verið "faðir

Fréttir

Lesið úr nýrri bók.

Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar
Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar
Í haust gefur Veröld út ævisögu séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og þjóðlagasafnara, sem nefndur hefur verið "faðir Siglufjarðar," en Bjarni skipulagði byggðina á Siglufjarðareyri og barðist manna mest fyrir kaupstaðarréttindunum sem fengust 1918.

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur skrifar ævisögu Bjarna og mun lesa úr henni, í fyrsta sinn, í Þjóðlagasetri Bjarna Þorsteinssonar við Norðurgötu á Siglufirði í dag, föstudag, kl. 17. Viðar hefur grafið upp ýmsar heimildir, meðal annars ástarbréf Bjarna til Sigríðar Lárusdóttur Blöndal, en Bjarni og Sigríður voru fjögur ár í festum áður en þau giftu sig.



Texti: Aðsendur

Mynd: GJS

Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst