Lesið úr nýrri spennusögu sem gerist á Siglufirði

Lesið úr nýrri spennusögu sem gerist á Siglufirði Ragnar Jónasson rithöfundur les úr nýrri spennusögu sinni í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði föstudaginn 30.

Fréttir

Lesið úr nýrri spennusögu sem gerist á Siglufirði

Ragnar Jónasson rithöfundur. (Mynd: Ómar Óskarsson)
Ragnar Jónasson rithöfundur. (Mynd: Ómar Óskarsson)
Ragnar Jónasson rithöfundur les úr nýrri spennusögu sinni í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði föstudaginn 30. júlí kl. 17, en sagan gerist að vetrarlagi á Siglufirði og er líklega fyrsta sakamálasagan þar sem bærinn er notaður sem sögusvið.

Upplesturinn er hluti af dagskrá Síldarævintýrisins. Þetta er í fyrsta sinn sem lesið er opinberlega úr bókinni, sem kemur út nú í haust hjá bókaforlaginu Veröld.

Ragnar á ættir að rekja til Siglufjarðar og sagði í samtali við Sigló.is að hann hefði skrifað bókina að hluta til á Siglufirði, í húsi afa og ömmu. „Mér þykir afskaplega ánægjulegt að geta notað Siglufjörð sem sögusvið í bók, enda þykir mér mjög vænt um bæinn og hef dvalið hér á sumrin, fyrst hjá ömmu og afa á meðan þau voru á lífi og nú með fjölskyldunni minni.”

Þetta er önnur sakamálasaga Ragnars, en sú fyrsta, „Fölsk nóta”, kom út hjá Veröld í fyrra og hlaut góðar viðtökur og var um tíma í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Sagði Hrafn Jökulsson til að mynda um bókina í ritdómi í Viðskiptablaðinu að höfundur sýndi að hann kynni að flétta söguþráð og byggja sögu og væri því full ástæða til að gefa honum gaum í framtíðinni.





Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst