Liðin tíð

Liðin tíð Það er liðin tíð að síldarpilsin hangi á snúrum og húsveggjum um allan bæ. Lengi eitt helsta einkenni Siglufjarðar. Þau eru kannski tvö eða

Fréttir

Liðin tíð

Síldarpils á snúru.
Síldarpils á snúru.

Það er liðin tíð að síldarpilsin hangi á snúrum og húsveggjum um allan bæ. Lengi eitt helsta einkenni Siglufjarðar. Þau eru kannski tvö eða þrjú eftir, pils síldarstúlknanna, Biddu, Laufeyjar, Systu og þeirrar allra yngstu, Svanhildar Sigurðardóttur.

En áður fyrr voru skærgul síldarpilsin alls staðar - eins og blaðamaður Morgunblaðsins skirfaði í grein 22. júlí 1959: Fyrst fjallaði hann um tunnurnar sem alls staðar voru: „Og hjá bröggunum sjáum við annað, sem segja má að sé næststerkasta einkenni Siglufjarðar: Síldarsvuntur.

Þegar sleppir tunnunum taka svunturnar við. Fyrst sér maður þær í búðargluggunum ofar í bænum. Þær hanga að segja má í hverjum einasta glugga — nema kannski gluggum kjötbúða og skartgripasala. Síðan sér maður svunturnar við íbúðarhúsin.

Og ef farið er um bæinn að næturlagi hanga þær við hvert einasta hús — að ég held undantekningarlaust. Og þá er ekki minnst af þessum gulu kjörgripum við bragga síldarstúlknanna. Á snögum og nöglum allt um kring braggana hanga þær, misjafnlega sterkgular, en vel þvegnar og hreinar.“ 

Texti og mynd: ÖK

Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst