Litlu jólin hjá Birtingi
sksiglo.is | Almennt | 23.12.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 624 | Athugasemdir ( )
Litlu jólin hjá Birting
Birtingur útgáfufélag er með söluver hérna á Siglufirði og
hjá þeim eru 10 starfsstöðvar og er hringt út frá kl 18-22 fjóra daga vikunnar.
Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja næla sér í aukapening, samhliða námi eða öðru starfi og hefur eiginlega komið að einhverju leyti í stað þess að fá aukavinnu í fiskvinnslu til dæmis.
Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel í söluverinu og fram að jólum var keppni á meðal starfsmanna um söluhæsta starfsmanninn. Torfi Sigurðsson, sem var einn af þeim söluhærri hlaut Apple TV í vinning.
Einnig voru önnur verðlaun veitt, m.a. fyrir bestu mætinguna.
Meðfylgjandi eru myndir af litlu jólunum sem haldin voru 16. desember á Allanum
Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja næla sér í aukapening, samhliða námi eða öðru starfi og hefur eiginlega komið að einhverju leyti í stað þess að fá aukavinnu í fiskvinnslu til dæmis.
Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel í söluverinu og fram að jólum var keppni á meðal starfsmanna um söluhæsta starfsmanninn. Torfi Sigurðsson, sem var einn af þeim söluhærri hlaut Apple TV í vinning.
Einnig voru önnur verðlaun veitt, m.a. fyrir bestu mætinguna.
Meðfylgjandi eru myndir af litlu jólunum sem haldin voru 16. desember á Allanum
Birtingur er einnig með söluver í Reykjavík.
Mikael Elí (Foreldrar Edda Henný og Addi Óla) var sérstakur aðstoðarmaður á litlu jólunum.
Hér bíður hann eftir því að fá að dreifa jólapökkunum.
Hilmar og Mikael sáu um að dreifa pökkunum.
Hér er Mikael Elí að gefa Ólöfu Rún sinn jólapakka.
Hér er verið að draga úr hattinum hver hlýtur stóra vinninginn. Ólöf Rún lengst til vinstri, Hafey og Torfi.
Og Torfi gat engan vegið hamið sig í gleðilátunum þegar það kom í ljós að hann hefði unnið stóra vinninginn.
Torfi sæll og glaður.
Og hér er svo allur hópurinn.Fremri röð frá vinstri: Lára, Kristinn Freyr, Jón Kort, Vitor, Hulda,
Ólöf Rún, Hilmar og Mikael Elí.
Aftari röð frá vinstri: Hafey, Biggi, Torfi og Kristófer Andri.




Athugasemdir