Litlu jólin hjá Birtingi
sksiglo.is | Almennt | 23.12.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 620 | Athugasemdir ( )
Litlu jólin hjá Birting
Birtingur útgáfufélag er með söluver hérna á Siglufirði og
hjá þeim eru 10 starfsstöðvar og er hringt út frá kl 18-22 fjóra daga vikunnar.
Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja næla sér í aukapening, samhliða námi eða öðru starfi og hefur eiginlega komið að einhverju leyti í stað þess að fá aukavinnu í fiskvinnslu til dæmis.
Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel í söluverinu og fram að jólum var keppni á meðal starfsmanna um söluhæsta starfsmanninn. Torfi Sigurðsson, sem var einn af þeim söluhærri hlaut Apple TV í vinning.
Einnig voru önnur verðlaun veitt, m.a. fyrir bestu mætinguna.
Meðfylgjandi eru myndir af litlu jólunum sem haldin voru 16. desember á Allanum
Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja næla sér í aukapening, samhliða námi eða öðru starfi og hefur eiginlega komið að einhverju leyti í stað þess að fá aukavinnu í fiskvinnslu til dæmis.
Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel í söluverinu og fram að jólum var keppni á meðal starfsmanna um söluhæsta starfsmanninn. Torfi Sigurðsson, sem var einn af þeim söluhærri hlaut Apple TV í vinning.
Einnig voru önnur verðlaun veitt, m.a. fyrir bestu mætinguna.
Meðfylgjandi eru myndir af litlu jólunum sem haldin voru 16. desember á Allanum
Birtingur er einnig með söluver í Reykjavík.








Fremri röð frá vinstri: Lára, Kristinn Freyr, Jón Kort, Vitor, Hulda,
Ólöf Rún, Hilmar og Mikael Elí.
Aftari röð frá vinstri: Hafey, Biggi, Torfi og Kristófer Andri.
Athugasemdir