Bókagjafir til Ljóðasetursins

Bókagjafir til Ljóðasetursins Allt frá því að hugmyndin að opnun Ljóðaseturs Íslands fór í loftið  hafa setrinu borist fjölmargar bókagjafir frá

Fréttir

Bókagjafir til Ljóðasetursins

Þórarinn Eldjárn til hægri að afhenda bókagjöf.
Þórarinn Eldjárn til hægri að afhenda bókagjöf.

Allt frá því að hugmyndin að opnun Ljóðaseturs Íslands fór í loftið  hafa setrinu borist fjölmargar bókagjafir frá bæjarbúum, skáldum landsins, bókaforlögum og öðrum áhugasömum.

Eftir að setrið var formlega opnað, þann 8. júlí sl., og fólk sá að full alvara var á bak við þessar fyrirætlanir, hafa bækurnar streymt að og vex bókakostur setursins að segja má á hverjum degi.
  

Í gær komu góðir gestir færandi hendi. Þar voru á ferð Þórarinn Eldjárn og fjölskylda og færðu þau setrinu um 40 bækur; annars vegar nokkrar bækur með þýðingum á íslenskum ljóðum á erlendar tungur, sem erlendir ferðamenn hafa einmitt spurt töluvert um, og hins vegar fjölmargar íslenskar ljóðabækur fyrir börn sem Þórarinn hefur safnað að sér undanfarna áratugi og fannst að ættu betur heima á setrinu þar sem börnin gætu notið þeirra en heima í hillu hjá sér. Þarna var margar gersemar að finna og eru þær nú hluti af sívaxandi bókakosti setursins.

Færði Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðasetursins, nafna sínum og fjölskyldu hans kærar þakkir fyrir hlýhug þeirra í garð setursins. En eins og ýmsum er enn í fersku minni voru skáldið og Unnur kona hans einnig viðstödd vígslu setursins og þar las Þórarinn úr verkum sínum.


Anna S. Björnsdóttir, Unnur Ólafsdóttir og Dýrleif.

Texti: ÞH

Myndir: GJS






Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst