Einar Már ađalgestur ljóđahátíđarinnar Glóđar

Einar Már ađalgestur ljóđahátíđarinnar Glóđar Ljóđahátíđin Glóđ fer fram í ţessari viku, stendur hún frá fimmtudegi til laugardags, er ţetta fimmta áriđ

Fréttir

Einar Már ađalgestur ljóđahátíđarinnar Glóđar

Vigdís Finnbogadóttir og Ţórarinn Hannesson                           viđ opnun á Ljóđasetri Íslands
Vigdís Finnbogadóttir og Ţórarinn Hannesson viđ opnun á Ljóđasetri Íslands

Ljóđahátíđin Glóđ fer fram í ţessari viku, stendur hún frá fimmtudegi til laugardags, er ţetta fimmta áriđ í röđ sem hátíđin er haldin. Ţađ eru Ungmennafélagiđ Glói og Félag um Ljóđasetur Íslands sem standa ađ henni.

Ađalgestur í ár er rithöfundurinn Einar Már Guđmundsson og mun hann lesa úr sínum nýjustu verkum í Kaffi Rauđku á laugardaginn kl. 15.30. Ađrir viđburđir í dagskránni eru m.a. Ungskáldakvöld, sem fer fram í Gránu, húsi Síldarminjasafnsins, á fimmtudagskvöld.  Ţar verđur međal skálda Gréta Kristín Ómarsdóttir, sem bjó hér á Siglufirđi í nokkur ár.

Á föstudagskvöld mun Páll Helgason flytja limrur sínar af fólkinu á Brekkunni í Ţjóđlagasetrinu og seinni part föstudagsins verđur sérstök dagskrá um Lauga póst á Ljóđasetrinu, en ţar verđur fjallađ um ćvi hans og kveđskap í tali og tónum. Hátíđinni lýkur svo međ Kósíkvöldi í Ljóđasetrinu á laugardagskvöldi ţar sem verđur sungiđ og sprellađ.

Ýmislegt  annađ er á dagskránni ţví viđburđirnir eru 11 talsins á ţremur dögum og má ţar nefna ljóđlestur í skólanum, á vinnustöđum og Skálarhlíđ og er hugmyndin ađ koma ljóđinu til sem flestra. Á undanförnum árum hafa veriđ lesin ljóđ fyrir 250 – 450 manns á hverri hátíđ og vonandi finna flestir eitthvađ viđ sitt hćfi í ár.

Nánari fréttir má sjá í dagskránni, sem fylgir ţessari frétt, og á heimasíđu Ljóđaseturs Íslands á nćstu dögum, slóđin er: http://ljodasetur.123.is/    
SMELLTU Á MYNDINA HÉR FYRIR NEĐAN, ŢAR ER DAGSKRÁIN
 

  


 Texti: Ţórarinn Hannesson 

Myndir: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst