Ljóðahátíðin Glóð hafin

Ljóðahátíðin Glóð hafin Ljóðahátíðin Glóð hófst á því að nokkrir nemendur í 6. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar fóru á milli vinnustaða og fluttu ljóð fyrir

Fréttir

Ljóðahátíðin Glóð hafin

Ljóðahátíðin Glóð hófst á því að nokkrir nemendur í 6. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar fóru á milli vinnustaða og fluttu ljóð fyrir starfsfólk, alls heimsóttu þau 8 vinnustaði og var allstaðar vel tekið.

Í gærkvöldi var ljóðakvöld í Ljóðasetrinu þar sem aðalgestir hátíðarinnar í ár, þau Ingunn Snædal og Sigurður Skúlason, komu fram ásamt þremur siglfirskum tónlistarmönnum. 

Í dag heimsótti Ingunn Snædal eldri deild grunnskólans og las fyrir nemendur, Sigurður Helgi Sigurðsson frá Dalabæ les á Skálarhlíð kl. 15.30 og í Ráðhússalnum er opin sýning frá kl. 14-17 þar sem ljóð nemenda í 8. og 9. bekk eru til sýnis ásamt myndum úr listaverkasafni Fjallabyggðar sem ljóðin voru ort út frá. Bestu ljóðin verða verðlaunuð kl. 16.30 í dag.

Í kvöld kl. 20.00 sýnir Sigurður Skúlason svo einleik sinn Hvílíkt snilldarverk er maðurinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Sýning þessi hefur hlotið mjög lofsamlega dóma. Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr. og nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga greiða aðeins 1.000.

Á ljóðahátíðinni í fyrra voru lesin ljóð fyrir rúmlega 400 manns og er stefnt að því að gera enn betur í ár.



Þórarinn Hannesson ásamt lesurum, frá vinstri: Thelma Lind, Árni Haukur og Rut









Rut, Árni og Thelma



Ingunn Snædal flytur ljóð sín í Ljóðasetrinu í gærkvöldi



Sigurður Skúlason flutti ljóð eftir Gyrði Elíasson og gerði það listavel



Guito, Þorsteinn og Þórarinn fluttu tvö lög sem Þórarinn samdi við ljóð eftir Ingunni. Kom það henni skemmtilega á óvart. Eru það fyrstu lögin sem samin hafa verið við ljóð hennar, eftir því sem hún best veit. Var hún afar þakklát fyrir tiltækið. 

Gestir skemmtu sér vel 



Texti: ÞH
Myndir: GJS



Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst