Ljóðasetri Íslands berast gjafir
Ljóðasetri Íslands hafa borist margar góðar gjafir frá því að það var opnað 8. júlí í sumar. Nú síðast mynd af Hallgrími Péturssyni þar sem útgáfuár passíusálmanna eru skráð á myndina.
Segja má að í hverri viku berist einhverjar bókagjafir til setursins og nálgast titlarnir á setrinu nú 2000.
Bjarni Þorgeirsson að afhenda Þórarni Hannessyni mynd af Hallgrími Péturssyni þar sem útgáfuár passíusálmanna eru skráð á myndina
Þórarinn Hannesson með bókagjafir sem bárust í síðustu viku frá Helgu Torfadóttur, Svanhildi Freysteinsdóttur og Bjarna Þorgeirs.
Amalía Þórarinsdóttir
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir