Ljóðasetur Íslands
sksiglo.is | Almennt | 10.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 379 | Athugasemdir ( )
Kätlin Kaldmaa las upp ljóð sín og söng Estneska þjóðsöngva í Ljóðasetrinu síðastliðinn fimmtudag. Henni til halds og trausts var Anita Elefssen sem las á móti henni.
Kätlin er frá Tallin í Eistlandi, hún er ljóðskáld, þýðandi og bókmenntafræðingur. Hún hefur gefið
út fjórar ljóðabækur, tvær barnabækur, sjálfsævisögulegt fræðirit og fyrsta skáldsaga hennar Engin fiðrildi á
Íslandi kom út sl. vor. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er forseti eistneska PEN.
Boðið var upp á veitingar og þá kom berlega í ljós að eigandi Ljóðasetursins er lítið fyrir áfengisdrykkju og
átti í stökustu vandræðum með að opna hvítvínsflösku. Þá var ekkert annað í stöðunni en það að
kalla til töluvert reyndari aðila í því opna svona flöskur sem náði léttilega að opna flöskuna og tók ekkert aukalega fyrir
það.
Ljóðalesturinn fór fram á ensku og höfðu þeir sem mættu gaman af.
Ég fékk að smella einni mynd af Kätlin, Anitu og Þórarni og svo er ein mynd af því þegar Þórarinn er að
vandræðast með tappatogarann.

Anita og Katlin

Þórarinn að vandræðast með tappatogarann

Anita, Þórarinn og Katlin
Athugasemdir