Ljóðasetur Íslands á Siglufirði

Ljóðasetur Íslands á Siglufirði Góðir gestir komu í heimsókn í Ljóðasetur Íslands laugardaginn 23. júní. Það var árgangur 1942 um 40 manns. Í forföllum

Fréttir

Ljóðasetur Íslands á Siglufirði

Páll Helgason og Baldur Árnason
Páll Helgason og Baldur Árnason
Góðir gestir komu í heimsókn í Ljóðasetur Íslands laugardaginn 23. júní. Það var árgangur 1942 um 40 manns. Í forföllum Þórarins Hannessonar forstöðumanns setursins, sem staddur var í Reykjavík, tóku á móti hópnum þeir Páll Helgason og Guðmundur Skarphéðinsson.

Að vanda fór Páll Helgason á kostum í flutningi á eigin kveðskap. Gestirnir lýstu hrifningu sinni á setrinu og því framtaki Þórarins að koma þessu glæsilega Ljóðasetri upp. Sumir gestanna höfðu á orði að þeir þyrftu að senda safninu ljóðabækur. Ljóðasetrið var formlega opnað af Vigdísi Finnbogadóttur 8. júlí í fyrra og hafa tæplega 2.000 gestir heimsótt það.

Setrið verður opið alla daga í sumar frá kl. 14.00 - 17.30 og lifandi viðburðir verða alla dagana kl. 16.00. Ýmis skáld og tónlistarmenn munu líta í heimsókn og skemmta gestum og ekki síður fræða þá um íslenskan kveðskap. Einnig er opið á öðrum tímum fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.  

Aðgangseyrir verður að setrinu í sumar, en honum verður mjög stillt í í hóf, gestir greiða 500 kr. í fyrstu heimsókn og það gildir sem ársmiði, því hugmyndin er að gestir líti inn aftur og aftur til að njóta þeirra viðburða sem í boði eru. Er þetta gert til að styrkja rekstur setursins og  frekari uppbyggingu. 



















Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst