Ljómandi fallegur dagur á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 04.11.2013 | 15:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 658 | Athugasemdir ( )
Það mætti eiginlega kalla veðrið í dag svokallað
"póskort-veður" vegna þess að hvert sem maður horfir er eins og maður sé að horfa á photosjoppað póstkort, þvílík er
fegurð fjarðarins í þessu veðri.
Dreg ég þá frekar úr lýsingarorðum um fegurð fjarðarins
frekar en hitt. Snjór yfir öllu, logn, kalt og sól.
Ekki það að ég geti státað mig af því að taka myndir sem
hægt væri að smella á póstkort en ég hins vegar tók nokkrar myndir sem vonandi geta sýnt fegurðina að einhverju leyti.
Ég skrifa ekkert mikið við myndirnar, þið þekkið þetta flest
öll.
Semsagt æðislegt allt saman.




Sverri Jón fannst ekkert leiðinlegt að snjórinn væri kominn.
Þessir kappar voru á leið í hádegismat í Rauðku og vildu endilega að ég smellti af mynd.
Haukur Orri Kristjánsson er skemmtilegur drengur og er alltaf hress og kátur, hann er í gulu úlpunni.









Athugasemdir