Ljósmynd vikunnar – nýr liður á Skálarhlíð og Sigló.is

Ljósmynd vikunnar – nýr liður á Skálarhlíð og Sigló.is Helga Sigurbjörnsdóttir vinnur bak við tjöldin á Sigló.is við að skrásetja og bæta Ljósmyndasafn

Fréttir

Ljósmynd vikunnar – nýr liður á Skálarhlíð og Sigló.is

Helga Sigurbjörnsdóttir á Skálarhlíð. Ljósmyndari; FYK
Helga Sigurbjörnsdóttir á Skálarhlíð. Ljósmyndari; FYK

Helga Sigurbjörnsdóttir vinnur bak við tjöldin á Sigló.is við að skrásetja og bæta Ljósmyndasafn Siglufjarðar á vefnum. Á hverjum þriðjudegi klukkan 10:30 fer hún á Skálarhlíð þar sem hún situr með áhugasömum eldriborgurum og skrásetur allt sem fram kemur á myndasýningunni.

 

Fyrir þremur vikum síðan var nýr liður settur í gang á ljósmyndasýningunni á Skálarhlíð sem kallast „Ljósmynd vikunnar“ en þá velur Helga eina mynd sem er gefinn sérstakur gaumur. Þar ræðir fólk um það sem á sér staðar á myndinni, hvort sem um er að ræða hús, farartæki, fólk eða atburði.

Eldri borgarar eiga mikið í nýja dagskrárliðnum „Ljósmynd vikunnar“ sem birtast mun á föstudögum Sigló.is.


Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst