Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar Nýlega settust fjórir aðilar saman yfir kaffibolla og ákváðu að stofna Ljósmyndaklúbb Fjallabyggðar.

Fréttir

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar

Gulli Stebbi
Gulli Stebbi

Nýlega settust fjórir aðilar saman yfir kaffibolla og ákváðu að stofna Ljósmyndaklúbb Fjallabyggðar.

Þeir ætla að byrja á Facebook, svo verður vonandi hægt að senda valdar myndir á siglo.is og jafnvel selja myndir þar í samráði við viðkomandi ljósmyndara og stjórnendur siglo.is.

Klúbburinn er hugsaður fyrir alla sem hafa áhuga á að taka myndir.  Þetta er ekkert endilega bara fyrir þá sem eru með stórar og flottar myndavélar, það er alveg hægt að byrja bara með iPhone eða litla myndavél, því ljósmyndun er ekki bara tækni, þetta er ákveðin list, og það er ekkert sem bannar að grófar myndir teknar á frumstæð tæki geti verið list.

Aðalatriðið er að taka myndir og vera í skemmtilegum félagsskap.  Þetta er hugsað mest fyrir fólk sem tengist Fjallabyggð, a.m.k. til að byrja með, en þetta er allt í þróum.

Með því að stofna þennan klúbb, eru menn að vonast til að geta komið saman til að læra hver af öðrum.  Hugsanlega verður farið í ljósmyndaferðir, þar sem félagar mynda áhugaverð myndefni og skiptast á skoðunum um hvernig þeir vilja mynda það sem fyrir augu ber.

Stefnt er að því að seinna meir verði hægt að fá öðru hverju leiðbeinanda til að koma með fróðleik og miðla til félaga.

"Svo bíðum við bara eftir að einhver bjóði okkur húsnæði fyrir ljósmyndastúdíó" sagði Gulli Stebbi. 
Vonandi les þetta einhver sem hefur áhuga á því.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar  mega hafa samband við hópinn á Facebook.

Frá Siglufirði

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst