Ljósmyndanámskeiðið vel sótt
sksiglo.is | Almennt | 31.12.2010 | 11:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 327 | Athugasemdir ( )
Siglfirðingurinn Sveinn Hjartarson ljósmyndari, sem starfar í Danmörk,var með ljósmyndanámskeið dagana 29. og 30. desember s.l. og voru um 20 manns mættir.
Farið var yfir mörg atriði sem vert er að hafa í huga þegar taka á góðar myndir.
Blaðamaður siglo.is er algjör byrjandi á þessu sviði,en greinilegt var að sumir voru lengra komnir í ljósmyndatækninni.
Kennt var á einfaldan hátt hvernig hægt er að taka betri myndir og ná hámarks gæðum úr myndavélinni, og eins var kennd grunnatriði í ljóstækni.
Ýmislegt hjómaði nú eins og kínverska fyrir blaðamanni en aðalatriðið er bara að prufa sig áfram. Og voru allir mjög ánægðir með þetta námskeið og vonandi sér Sveinn sér fært um að hafa þau fleiri í framtíðinni.
Farið var yfir mörg atriði sem vert er að hafa í huga þegar taka á góðar myndir.
Blaðamaður siglo.is er algjör byrjandi á þessu sviði,en greinilegt var að sumir voru lengra komnir í ljósmyndatækninni.
Kennt var á einfaldan hátt hvernig hægt er að taka betri myndir og ná hámarks gæðum úr myndavélinni, og eins var kennd grunnatriði í ljóstækni.
Ýmislegt hjómaði nú eins og kínverska fyrir blaðamanni en aðalatriðið er bara að prufa sig áfram. Og voru allir mjög ánægðir með þetta námskeið og vonandi sér Sveinn sér fært um að hafa þau fleiri í framtíðinni.
Athugasemdir