Ljóstrað upp um titil nýrrar glæpasögu.
sksiglo.is | Almennt | 28.07.2011 | 17:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 99 | Athugasemdir ( )
Eins og greint hefur verið frá verður í fyrsta sinn lesið úr nýrri
glæpasögu Ragnars Jónassonar á Síldarævintýrinu í ár, en sagan er
sjálfstætt framhald siglfirsku glæpasögunnar Snjóblindu sem kom út fyrir
síðustu jól.
Siglufjörður er líka í forgrunni að þessu sinni og fæst aðalsöguhetjan, Ari Þór Arason, ungur lögreglumaður á Siglufirði, við rannsókn á morðmáli eftir að maður búsettur á Siglufirði finnst látinn í Skagafirði.
Titill sögunnar hefur ekki enn verið gefinn upp en til stendur að ljóstra upp um hann á upplestrinum, sem fram fer í Þjóðlagasetrinu föstudaginn 29. júlí og hefst kl. 17.00.
Texti og mynd: Aðsent.
Siglufjörður er líka í forgrunni að þessu sinni og fæst aðalsöguhetjan, Ari Þór Arason, ungur lögreglumaður á Siglufirði, við rannsókn á morðmáli eftir að maður búsettur á Siglufirði finnst látinn í Skagafirði.
Titill sögunnar hefur ekki enn verið gefinn upp en til stendur að ljóstra upp um hann á upplestrinum, sem fram fer í Þjóðlagasetrinu föstudaginn 29. júlí og hefst kl. 17.00.
Texti og mynd: Aðsent.
Athugasemdir