Ingólfur Kristinn Magnússon opnar lögmannstofu
“Ingólfur Kristinn Magnússon mun opna útibú
lögmannstofunnar Lagaraka á Siglufirði n.k. föstudag. Lagarök
lögmannstofa á rætur að rekja til ársins 1982 og veitir alhliða þjónustu
til bæði einstaklinga og fyrirtækja.
Ingólfur útskrifaðist með fullnaðarpróf í lögfræði á árinu 2007 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi í júlí 2009. Ingólfur verður með aðstöðu að Aðalgötu 14 þar sem VÍS var áður til húsa.
Skrifstofan verður opin frá k. 10.00 til kl. 16.30 og á milli 14 og 16 verður boðið upp á kaffi og kökur í tilefni dagsins. Skrifstofan verður opin a.m.k. einu sinni í mánuði og fólk alltaf velkomið í bæði almennt og lögfræðilegt spjall.
Hægt er að ná í Ingólf alla virka daga milli 9 og 16 í síma 588-1177 og utan skrifstofutíma í síma 615-0106. Fyrsta viðtal er alltaf án kostnaðar.”
Kveðja/Regards
Ingólfur Kristinn Magnússon, hdl. / District Court Attorney
Lagarök lögmannsstofa
Síðumúla 27, 108 Reykjavík, Iceland
Sími: 588-1177, Fax 588-1179
www.lagarok.is
Athugasemdir