Lögreglan lýsir eftir Grétari
sksiglo.is | Almennt | 06.02.2013 | 18:34 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 2869 | Athugasemdir ( )
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Grétari Guðfinnssyni til heimilis að Hlíðarvegi 11 á Siglufirði.
Grétar sást síðast á Siglufirði á milli klukkan átta og níu í morgun. Hann er 45 ára gamall og var klæddur í svartar íþróttabuxur, svarta úlpu og svarta Adidas íþróttaskó síðast þegar hann sást.
Hann er meðalmaður á hæð, grannvaxinn og með ljóst þunnt hár. Þeir sem kunna að hafa orðið hans varir eða vita hvar hann er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 466-2424
Þetta kemur fram á vef ruv.is
Athugasemdir