Lögreglan á Akureyri

Lögreglan á Akureyri Votta ykkur og öllum Siglfirðingum innilegrar samúðar vegna hins hörmulega slyss. Hugur okkar við innanverðan Eyjafjörð er

Fréttir

Lögreglan á Akureyri

Votta ykkur og öllum Siglfirðingum innilegrar samúðar vegna hins hörmulega slyss. Hugur okkar við innanverðan Eyjafjörð er með ykkur öllum.

Mig langar hinsvegar til að biðja ykkur að koma því á framfæri við íbúa Fjallabyggðar á vef ykkar að nú eru hraðamyndavélarnar í Héðinsfjarðargöngum farnar að vinna eins og til var ætlast og farnar að senda sektir til þeirra sem aka of hratt. Myndavélarnar voru settar upp s.l. sumar og eru löngu farnar að mynda þá sem aka of hratt en af tæknilegum ástæðum varð bið á því að þær upplýsingar færu til sektarkerfisins.

Nú er búið að  koma því í lag og fjöldi bæjarbúa og annarra þeirra sem aka of hratt í göngunum farnir að fá sektarmiða inn um bréfalúguna. Ef til vill hafa sumir verið hættir að taka mark á myndavélunum þar sem engar afleiðingar urðu af því að þær mynduðu en nú er sá tími liðinn og alvara lífsins tekin við.

Það stuðlar að auknu umferðaröryggi að virða hámarkshraða og sparar heimilunum óþarfa útgjöld vegna sekta.

Með bestu kveðjum / best regards

Daníel Guðjónsson

yfirlögregluþjónn/ Chief Superintendent

Lögreglan Akureyri / Akureyri police 




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst