Lokahátíđ Stóru upplestrarkeppninnar
Nemendur í 7. bekk hafa lagt rækt við vandaðan upplestur á undanförnum mánuðum en síðastliðinn þriðjudag var lokahátíð keppninnar. Þetta kemur fram á vef grunnskólanna í Fjallabyggð www.fjallaskolar.is.
Alls tóku níu nemendur þátt í keppninni sem fram fór í Tjarnarborg og komu þeir frá Árskógsskóla,
Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Lokahátíðin en einskonar uppskeruhátíð nemendanna sem lagt hafa allt kapp á að
læra vandaðan upplestur.
Í fyrsta sæti var Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar, Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr
Árskógsskóla lenti í öðru sæti og Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar lenti í
því þriðja.
Við óskum krökkunum innilega til hamingju með árangurinn.
Nánar má lesa um fréttina og skoða fleiri myndir á www.fjallaskolar.is
Athugasemdir