Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna

Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé gert að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu og þar segir ennfremur:


„Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, viðbragðsaðilar og vísindamenn hafa allir verið að vinna mikla vinnu síðan hrinan hófst á laugardaginn.  Verkefni sem eru lýsandi fyrir vinnu þessara aðila á óvissustig.  Því var talið rétt að óvissustigi yrði lýst yfir til samræmis við vinnu og viðbrögð þessara aðila.  Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í dag og var niðurstaða fundarins að á þessu svæði er þekkt að verða stórir jarðskjálftar, um 2 til 3 á öld.  Það er einnig þekkt að stórir skjálftar fylgi jarðskjálftahrinum þó það sé ekki víst.  Hrinan sem nú er í gangi er sú öflugasta sem mælst hefur á 20 ára tímabili.  Þá er einnig rétt að hafa í huga að stór jarðskjálfti á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu gæti hleypt af stað öðrum stórum skjálfta annað hvort á sama misgenginu eða á Grímseyjarbeltinu sem liggur til norðvesturs frá Kópaskeri.“

Nánari upplýsingar er að finna á vef almannavarna.


Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst