Made in Sveitin og Geirmundur

Made in Sveitin og Geirmundur Þó hann beri ekkert nafn er laugardagurinn iðulega stærsti dagur páskana. Í kvöld verður partí með Hreim og Made in Sveitin

Fréttir

Made in Sveitin og Geirmundur

www.sonus.is
www.sonus.is

Þó hann beri ekkert nafn er nóg um að vera á laugardeginum. Í kvöld verður partí með Hreim og Made in Sveitin á Kaffi Rauðku klukkan 22:00 og Geirmundur verður með ball á Allanum en þar opnar húsið klukkan 23:00.

Forsprakki sveitarinnar Made in Sveitin er enginn annar en Hreimur sem alþjóð þekkir úr Landi og sonum. Sveitinni fylgir iðulega mikið fjör og verður kvöldið í kvöld engin undantekning. Útfærslan verður öðruvísi en Made in Sveitin styllir vanalega upp þar sem þeir verða með eldhúspartí tónleika, frábært fyrir yngri kynslóðirnar. Húsið opnað klukkan 21:30 og fjörið hefst klukkan 22:00, 20 ára aldurstakmark.

 

Sveiflukónginn og Skagfirðinginn Geirmund þarf vart að kynna en hann kemur iðulega á Sigló og heldur ball á Allanum. Óhætt er að segja að karlinn kunni þetta enda hefur hann stundað þessa iðju í 55 ár, eða síðan hann var 14 ára gamall. Húsið opnað fyrir þá dansþyrstu klukkan 23:00.


Made in Sveitin

 

Geirmundur


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst