Málararnir Mark og Doddi

Málararnir Mark og Doddi Ţegar í fór ađ taka myndir af Bergurunum á Hóli ţá voru málararnir líka viđ vinnu. Ég mćtti Mark um leiđ og ég kom inn og hann

Fréttir

Málararnir Mark og Doddi

Þegar í fór að taka myndir af Bergurunum á Hóli þá voru málararnir líka að vinna þar.
 
Ég mætti Mark um leið og ég kom inn og hann sýndi mér stolltur hvar Doddi var inni í skáp að mála eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.

Ég verð víst að viðurkenna það að það var ögn skemmtilegt að fylgjast með Dodda athafna sig inni í skápnum, plássið var nú ekkert sérstaklega mikið en hann er ótrúlega lipur drengurinn.

En Doddi kom fljótlega út úr skápnum ef svo mætti að orði komast og spjallaði aðeins við okkur Mark um allt á milli Ólafsfjarðar og Fljóta.
 
Fljótlega fóru þeir nú að ræða eitthvað um fótboltann þannig að ég lagði bara alls ekki orð í belg í sambandi við það málefni og skildi því síður neitt í þessu. En annars er þetta að verða (eða orðið) ansi flott hjá þeim Mark og Dodda.
 
Það er greinilega nóg að gera hjá iðnaðarmönnum í Fjallabyggð sem er alveg ljómandi gott. 
 
Mark og DoddiDoddi að koma út úr skápnum
 
Mark og DoddiMark
 
Mark og DoddiMark og skápurinn sem Doddi var að mála til hægri.
 
 

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst