Margt var um manninn
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 16.04.2009 | 07:00 | | Lestrar 509 | Athugasemdir ( )
Fjöldi fólks sótti Siglufjörð heim um páskahelgina. Sundlaugin var vel nýtt og að sögn umsjónarmanns voru eitt sinn 300 manns í lauginni, pottinum og sennilega hangandi á veggjum.
Skíðasvæðið var mjög vel sótt en 4200 manns lögðu leið sína í Siglfirsku Alpana í dymbilvikunni og eru gestir í Skarðinu komnir yfir 10 þús. þennan veturinn. Ein er sú keppni sem er fastur liður um páskana en það er garpakeppnin á skíðum. Frægir skíðakappar frá síðustu öld reyna með sér í braut en stoppa í miðri braut til að fá sér malt. Meðal keppanda núna voru Sigurjón Erlends, Andrés Stefáns, Brynjar Guðmundsson, Tryggvi Jónasar, Steinunn Sæmunds, Pétur Hrólfs og margir fleiri.
Myndir frá keppninni HÉR
Skíðasvæðið var mjög vel sótt en 4200 manns lögðu leið sína í Siglfirsku Alpana í dymbilvikunni og eru gestir í Skarðinu komnir yfir 10 þús. þennan veturinn. Ein er sú keppni sem er fastur liður um páskana en það er garpakeppnin á skíðum. Frægir skíðakappar frá síðustu öld reyna með sér í braut en stoppa í miðri braut til að fá sér malt. Meðal keppanda núna voru Sigurjón Erlends, Andrés Stefáns, Brynjar Guðmundsson, Tryggvi Jónasar, Steinunn Sæmunds, Pétur Hrólfs og margir fleiri.
Myndir frá keppninni HÉR
Athugasemdir