Matarbakkarnir frá Rauðku
sksiglo.is | Almennt | 02.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 651 | Athugasemdir ( )
Nú fá yngri skólabörn matinn sendan til sín frá Rauðku. Vegna
fyrirspurna frá foreldrum þá var ákveðið að fá matarbakka senda til yngri skólabarna í stað þess að láta börnin
fara út í allavega veðri og ófærð.
Aðspurð segja Heimir og Ingunn, sem sjá um eldhúsin á Rauðku og Hannes
Boy, að þetta sé einfaldlega bara aukin þjónusta við skólann sem kallað hafi verið eftir og nú þurfi yngri hópar ekki að fara
yfir margar umferðargötur til þess að fá sér að borða.




Athugasemdir