Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel

Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel Eins og kunnugt er hefur Matti Haralds unniđ hörđum höndum ađ ţví ađ opna nýja bruggverksmiđju á

Fréttir

Matti og Segull 67 tilbúinn í jólin á Sigló Hótel

Matti í verksmiđjunni
Matti í verksmiđjunni

Eins og kunnugt er hefur Matti Haralds unniđ hörđum höndum ađ ţví ađ opna nýja bruggverksmiđju á Siglufirđi undir nafninu Segull 67 og er nú fyrsta blandan tilbúin. Viđ litum inn hjá Matta sem ćtlar ađ mćta međ stórgóđan jólabjór sinn á Sigló Hótel um helgina, stendur hann ţar sjálfur viđ dćluna klukkan 18:30 á föstudag.

Húsakynni Seguls 67 geta mörg framleiđslufyrirtćki tekiđ sér til fyrirmyndar. Ţađ er gamalt, hrátt og stórglćsilegt en umfram allt tilbúiđ til ađ taka á móti ört vaxandi ferđamannastraum á svćđinu. Í framleiđslusalnum er glerskáli ţar sem gestum gefst fćri á ađ líta yfir flottan salinn án ţess ţó ađ ţurfa ađ ganga ţar inn um allt. Utan viđ salinn er stórgóđ gestamóttaka međ bar sem mótađur er sem bátur og ljóst ađ mikil virđing hefur veriđ borin fyrir sögu og arfleifđ svćđisins og fjölskyldu Matta í hönnun og uppbyggingu verksmiđjunnar.

Eftir gott spjall viđ Matta, sem klárlega vissi mun meira um öliđ heldur en fréttaritari, rann millidökkur jólalagerinn ljúft niđur og gaf til kynna ađ mikil ástríđa hafđi veriđ lögđ í fyrstu blönduna sem nú gefst loks fćri á ađ njóta.

Segull 67

Matti ásamt móđur sinni, Kollu, og Ellu Ţorsteins sem séđ hefur um innanhússarkitektúrinn ţar sem ţau standa fyrir innan barinn í Segli 67 ţar sem hćgt verđur ađ taka á móti hópum í kynningu.

Segull 67

Meira ađ segja bjórkútarnir eru sérmerktir og flottir hjá Segli. 

Segull 67

Flott logoiđ sćmir sér vel í fallegri og hrárri móttökunni sem skartar ýmsum munum og minningum úr sjómennskunni. 

Viđ óskum Matta og fjölskyldu til hamingju međ áfangann og stórgóđa jólablönduna.


Athugasemdir

23.júlí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst