Menntaskólanemar í menningarferð

Menntaskólanemar í menningarferð Nemendur listnámsbrautar Menntaskólanns á Tröllaskaga brutu upp daglegt skólastarf og skelltu sér í lista - og

Fréttir

Menntaskólanemar í menningarferð

Ástþór Árnason og Alexander Örn Kristjánsson með dönskum félaga sínum.
Ástþór Árnason og Alexander Örn Kristjánsson með dönskum félaga sínum.
Nemendur listnámsbrautar Menntaskólanns á Tröllaskaga brutu upp daglegt skólastarf og skelltu sér í lista - og menningarferð til Akureyrar.

Sýningin Portrætt Nú sem er til sýnis í listasafni Akureyrar varð fyrir valinu enda virkilega skemmtileg sýning þar á ferð.

Á sýningunni er að finna portrett verk frá öllum Norðurlöndunum þar sem öllum birtingarformum portrettlistarinnar er gert jafn hátt undir höfði.

Skemmtileg og fjölbreytt sýning sem óhætt er að mæla með og lítið mál að skreppa eftir að göngin opnuðu.

Nemendur færðu sig síðan aðeins ofar í Listagilinu á Akureyri og skoðuðu sig um í Myndlistaskólanum á Akureyri.

Það var tekið einstaklega vel á móti hópnum í Myndlistaskólanum og fengu nemendur góða innsýn í starf skólans.




Athugasemdir

18.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst