Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn á Akureyri er í fræðsluferð hjá Síldarminjasafninu, Þjóðlagasetri og á fleiri stöðum á Siglufirði. Ferðin á

Fréttir

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri er í fræðsluferð hjá Síldarminjasafninu, Þjóðlagasetri og á fleiri stöðum á Siglufirði. Ferðin á Siglufjörð er hluti af áfanga um Ísland, þar sem meðal annars er fjallað um atvinnuvegi og áhrif þeirra á byggðarlög landsins.

Það eru um 100 krakkar sem koma í hverjum hópi, með í för eru kennarar sem stjórna hópunum ásamt starfsfólki safnsins. Fyrsti bekkur Menntaskólans kemur bæði á hausti og vori og kynnir sér söfnin og menningu á Siglufirði.





Valdimar Gunnarsson kennari að útskýra síldarsöguna.



Sverrir Páll Erlendsson kennari er til hægri.





Kynning í Róaldsbrakka.



Róaldsbrakki.



Anita Elefsen í Gránu að kynna bræðslusöguna.



Nemendur í Gránu.



Grána.



Rósa Margrét Húnadóttir að kynna síldarsöltun í Bátahúsinu.





Bátahúsið.



Nemendur fengu fræðslu og borðuðu nesti í Siglufjarðarkirkju.

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst