Met aðsókn á Skíðasvæðið á Siglufirði
Dagana 19-24 febrúar var met aðsókn á Skíðasvæðið á Siglufirði og er reyndar orðin ein mesta ferðavika vetrarins á norðurlandi fyrir utan Páska en á skíðasvæðið komu um 2 þúsund manns þessa daga, enda eru árviss vetrarfrí í skólum á stór- Reykjarvíkursvææðinu á þessu tíma og þetta þurfum við að gera út á og passa upp á að þetta skarist ekki við aðra viðburði. Það eru miklir möguleikar með samstilltu átaki að að dreifa álaginu á fleiri helgar yfir veturinn og um leið að ná meira út úr hverjum hópi og má t d nefna Vetrarleika íþróttafélaganna sem fara fram næstu helgi og eru miklir möguleikar að gera þann viðburð enn stærri. Annars er allt gott að frétta af skíðasvæðinu það stefnir í met aðsókn í vetur ef veður- guðirnir verða okkur hliðhollir áfram. Nú þegar þetta er ritað eru töluverðar meldingar á hópum sem ætla að skíða hér næstu helgar og reyndar eftir Páska einnig. Skíðasvæðið í samvinnu við Sparisjóð Siglufjarðar verður með skíðadag í mars þar sem öllum íbúum Fjallabyggðar verður boðið á skíði og grill á eftir, náttúrulega í góðu veðri. Tökum höndum saman og markaðsetjum Fjallabyggð sem ferðamannaparadís enda eru stórviðburðir hér framundan, bygging nýs hótels og gamla Hótel Höfn að lifna við, þannig að gisting verður ekki vandamál til framtíðar, framtíðin er björt í Fjallabyggð.
Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðasvæðis.
Hér má sjá myndasafn frá sömu helgi sem Hreiðar Jóhannsson tók.
Athugasemdir