Miklar framkvæmdir við Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð

Miklar framkvæmdir við Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð Aðsókn í Íþróttamiðstöðvarnar í Fjallabyggð hefur verið mjög góð síðastliðið ár. Um það bil 40.000

Fréttir

Miklar framkvæmdir við Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð

Sundhöll Siglufjarðar
Sundhöll Siglufjarðar



Aðsókn í Íþróttamiðstöðvarnar í Fjallabyggð hefur verið mjög góð síðastliðið ár. Um það bil 40.000 manns hafa farið í gegnum Sundhöll Siglufjarðar, og þá eru skólabörnin ekki meðtalin, og má geta að sundlaugin var lokuð í rúman mánuð í vor vegna breytinga á hreinsibúnaði.
Á Ólafsfirði hafa u.þ.b. 25.000 manns farið í gegn, sem er nokkur fækkun frá síðustu árum en skýrist auðvitað á þeim framkvæmdum sem hafa verið í gangi og 4 mánaðar lokun sem kom til vegna framkvæmdanna. Telur Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar að aðsóknin í Íþróttamiðstöðvarnar nálgist 75- 80.000 manns við eðlilegar aðstæður. Segir hann að hreinsibúnaður sundlauganna hefði verið orðinn ólöglegur og hefði þurft endurnýjunar við. Á Siglufirði var hægt að koma þessum nýja búnaði fyrir í kjallaranum undir sundlauginni og er það búið að hluta. Allur fittings og rör hafa verið keypt ný og stýribúnaður fyrir klór og ph-gildi. Vonandi veður þetta búið í vor og verða þá báðar sundlaugarnar í flokki A sem eru kröfur um sundlaugar sem eru gerðar upp.Gamli potturinn er ekki að virka við nýja hreinsibúnaðinn og er jafnvel betra að byggja nýjan. Fleira er brýnt að gera eins og að bæta aðgengi fatlaðra og fleira.Heildarkostnaður viðhalds á Sundhöll Siglufjarðar á árunum 2007-2009 eru 38 milljónir og fyrir síðasta ár u.þ.b. 12 milljónir.
Á Ólafsfirði þurfti hins vegar að byggja 92m2 hús fyrir hreinsibúnaðinn til að koma honum fyrir og einnig var tekinn ákvörðun um að byggja 2 nýja potta og lendingarlaugar fyrir rennibrautirnar. Einnig var byggð fosslaug.
Heildakostnaður við framkvæmdirnar á Ólafsfirði eru u.þ.b. 132 milljónir. Það má því með sanni segja að mikið hefur verið framkvæmt og enn horfa menn stórhuga til framtíðar segir Haukur.


Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst