Miklir möguleikar í ferðaþjónustu á norðurlandi

Miklir möguleikar í ferðaþjónustu á norðurlandi Á mánudaginn var súpufundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn á Dalvík en þeir eru mikilvægir fundir

Fréttir

Miklir möguleikar í ferðaþjónustu á norðurlandi

Á mánudaginn var súpufundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn á Dalvík en þeir eru mikilvægir fundir fyrir alla ferðaþjónustuaðila á svæðinu þar sem fólki gefst kostur á kynna sig og kynnast öðrum. 

Um 30 manns mættu á fundinn á Dalvík en þar á meðal voru fjórir aðilar frá Siglufirði og Karítas fyrir hönd Fjallabyggðar. Fundurinn á Dalvík var fyrst og fremst ætlaður til að uppfæra ferðaþjónustuaðila af þeim verkefnum sem Markaðsstofan er að vinna að um þessar mundir og gefa fólki færi á að koma ábendingum til þeirra um það hvað væri gott og hvað betur mætti fara. 

Einn mikilvægasti hlekkurinn í framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu er beint millilandaflug stóru flugfélaganna til Akureyrar en með því móti má fjölga gistinóttum erlendra ferðamanna til muna á norðurlandi. Allir fundarmenn voru sammála þessu brýna átaksverkefni en stefnt er á að fyrir árið 2015 verði komin á nokkur bein flug á svæðið. 

Klasaverkefni hefur verið komið á laggirnar til að vinna að þessu verkefni og fá þeir sem áhuga hafa á þátttöku pláss við borðið í mótun þess. Til þess að verkefnið gangi upp þarf nokkra pening í þess sem fara fyrst og fremst í markaðssetningu svæðisins. 

Þrátt fyrir að þetta sé brýnasta og stærsta verkefnið hjá Markaðsstofunni um þessar mundir vinnur stofan að mörgum öðrum smærri verkefnum og má þar meðal annars nefna samfélagsmiðla og heimasíður. 

Áhugasamir geta fylgst með Markaðsstofunni á




Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst