Minnihlutinn finnur að vinnubrögðum.
Eitt stærsta álitamálið í bæjarstjórn Fjallabyggðar þessa dagana er án vafa viðbyggingar við skólahús grunnskólans í byggðarlaginu. Þetta endurspeiglast í bókun minnihlutans á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Bókun minnihlutans á fundi Bæjarstjórnar 8. febrúar 2012Við
undirrituð viljum vara við þeim hraða sem einkennir undirbúning
viðbyggingar grunnskólans í Ólafsfirði. Á þessum árstíma getur verið
mjög varasamt að vinna 2,5 metra grunn án þess að hann frjósi. Það er
engin trygging fyrir því að það vori snemma á árinu 2012.
Hvað gerist ef það verður frostatíð næstu 2-3 mánuðina, hver ber ábyrgð á slíkri seinkun? Múr þarf tíma til að þorna. Það sýndi sig í þenslunni í Reykjavík að hús sem voru byggð með miklum hraða að gallar komu í ljós í mörgum tilfellum. Heimaaðilar og reyndar nokkrir aðrir bjóðendur gera sér grein fyrir því að útilokað er að skila byggingunni, fullkláraðri, fyrir 1. sept 2012. Mun Fjallabyggð veita afslátt síðar meir, eftir að tilboði hefur verið tekið, á lokaafhendingu þann 1. sept. 2012
Minnihlutinn leggur áherslu á að hagstæðasta tilboðið fyrir bæjarsjóð er ekki endilega það lægsta. Vert er að geta þess að heimaaðilar (bjóðendur) hafa ávallt sýnt ábyrgð og áreiðanleika í rekstri.
Bókun minnihlutans á fundi Bæjarstjórnar 8. febrúar 2012
Athugasemdir